Íslendingar munu koma útúr þessu reynslunni ríkari, vitrari og dýpri..

Það er alveg klárt að Íslendingar hafa alla burði til þess að vinna sig
útúr þeim vanda sem blasir við. Til þess þarf samstöðu, sýn, sátt og
vilja. Ísland hið fagra, menning okkar, náttúran, vistvænn landbúnaður,
orkulindir sem heimsbyggðin horfir til með von í huga og
ferðamannaiðnaður mun koma þar sterkt inn. Sprotafyrirtæki munu
blómstra enda staðreynd að á tímum þegar kreppir að koma fram bestu
hugmyndirnar. Íslendingar munu koma útúr þessu reynslunni ríkari,
vitrari og dýpri. Kannski mun hið Nýja Ísland verða okkur til sóma og
farsældar...meira en nokkru sinni fyrr. Það er okkar verkefni og þess
virði fyrir ungt fólk á öllum aldri að vinna að. Það getum við
Íslendingar gert fyrir land okkar og þjóð. Það verður öllum til
farsældar og komandi kynslóðum dýrmætur eilífur arfur. Þar sem von
lifir er framtíðin björt.
mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þar er ég sammála þér.

hilmar jónsson, 22.1.2009 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband