Veit enginn að við erum til? Menning okkar fyrir utan landsteinana?

Fagna átaki Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur Menntamálaráðherra og Valgerðar Sverrisdóttur Utanríkisráðherra í þeim tilgangi að styrkja orðspor Íslands á erlendum vettvangi á sviði menningar. Ekki er gott að söguþjóðin með alla okkar menningararfleið, sé með næsta öllu óþekkt utan  eyjunnar. Gera þarf róttækar breytingar á þessu.  Listamenn síðustu aldar: Steinn Steinarr, Þórbergur, Kjarval, Kiljan, Nína Tryggva og Louisa Matthiasdóttir svo einhverjir séu nefndir og  ungir upprennandi snillingar þessarar aldar  þurfa að berast til heimsins. Björk er stórkostleg byrjun.  Hvet íslensk útrásar fyrirtæki til þess að taka virkan þátt í þessu og skapa þar með þá óska drauma ímynd: Ísland best í heimi! -  Sem ekki verður metin til fjár og lifir löngu eftir okkar daga, komandi kynslóðum heimsins til ánægju og yndisauka.

Mannlífinu  er jú ekki síst best líst með augum listamannana. Ávallt. Alltaf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband