Deyr fé deyja frændr....en orðstirr deyr aldregi hveim er sér góðan getr.

Á einhverjum þeim mestu umbrota tímum í íslenskri sögu sem nú geysa
yfir, fara stjórnmálin ekki varhluta af þeirri ólgu sem nú geysar yfir
landinu í norðri sem og heimsbyggðinni, þar sem nú er svo komið að
heimurinn hefur aldrei verið smærri né samtvinnaðri heldur en einmitt
nú.  Ástand fjármálamarkaða á heimsvísu hefur ekki farið fram hjá
neinum né sú blákalda staðreynd að brínt aðkallandi mál er varða
lífsgæði og viðurværi jarðarbúa berja að dyrum og stórra spurninga er
spurt.  Því er óhætt að segja að það fólk sem velst til starfa í
stjórnmálum þessi misserin er óneitanlega krafið um skýra stefnu og
kunnáttu á málum sem enn heilu þjóðirnar eru að reyna að svara í hraða
tímans og þeirra atburða líðandi stundar sem banka á með látum enda í
mörg horn að líta og hraðann þarf að hafa á að finna söguleg fordæmi
sem fela í sér lausnir.  Ábyrgð stjórnmálamanna sem og framámanna í
viðskiptalífi er því gríðarleg og mæðir mikið á þessu ágæta fólki í
slíkum ólgusjó.  Í Ráðhúsi Reykjavíkur fengum við að verða vitni að
þessum ólgusjó og þeirri ábyrgð sem á herðum þessa fólks hvílir.  Það
voru augljós verkefni framundan sem krefjast þess að vera leyst
farsællega og ábyggilega þjóð og borgarbúum til heilla. Ungur farsæll
borgarfulltrúi Björn Ingi Hrafnsson steig niður og vék frá vegna
stöðugra árasa samherja um mál sem fölna í samhengi þeirra málefna sem
Björn Ingi hefur ötullega starfað að og komið í verk.  Hugsuður og
leiðtogi hefur dregið sig í hlé.  Ég vona til Guðs að hann noti það til
þess að hlaða batteríin og efla hug og anda því eitt er víst að
ferilskrá mannsins sem og kjarkur hans og þor er og verður sannarlega
þörf á, á Íslandi nútímans í heimi sem stefnir áfram inní framtíð
hreint ótrúlega krefjandi og spennandi.  Ég bendi öllum þeim sem hafa
áhuga á staðreyndum um karakter Björns Inga Hrafnssonar að fara inná
www.ruv.is og hlusta á umsagnir stjórnmálaleiðtoga úr öllum flokkum í
borgarstjórn fara lofi um störf hans og manninn sjálfan.   Þennan mann
þekki ég vel og styð!  Því þar fer maður góður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna tók hann bróðir þinn rétta ákvörðun,þó að ég sé ekki stuðningsmaður hans og allsekki framsóknarflokksins,þá má ekki gleima því að hann er persóna.ég held að honum veiti ekki af að taka sér hvíld,mér fannst þettað orðið fullmikið á drengin lagt,en fatta ekki þetta með blessaðan fatastyrkin.Hún Guðrún Helgadóttir úr Alþýðubandalaginu sáluga fékk fatastyrk frá Alþingi á sínum tíma,ég hélt að fatastyrkir eða fatakaup frambjóðenda flokka væru bara samningsatriði á milli þeirra og flokksins,þetta var svolítið eða mikið snúið uppí vitleysu.Mér segist svo hugur að baráttumaðurinn Björn Ingi á eftir að koma sterkur inn í því sem að hann tekur sér fyrir hendur,vertu viss.

Númi (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband