Til hamingju Ísland. Frábært að sjá breiddina í gestakokkum Food and Fun hátíðarinnar. Það er rétt hjá aðstandendum hátíðarinnar að lambið, skyrið, grasið, vatnið.. já og hestarnir,mosinn og já loftið....er allt stór hluti af þessari frábæru náttúrulegu ímynd landsins. Allt er þetta gríðarlega mikilvægt í uppbyggingunni á nafninu (the brand) ÍSLAND. Fengum erlendan gest í sumar, nánar tiltekið Fylkisþingmann frá New Mexico í Bandaríkjunum og vorum við að sjálfsögðu búin að undirbúa að sýna honum landið og allt það æðislegasta við það. En þegar kom að því að spyrja hann hvað hann vildi nú helst sjá og mynda var svarið einfalt: Sjálfan sig með íslenskri kind. Ekkert flókið!
Það er nefnilega oft þetta einfalda í lífinu sem menn leita að, þegar þeir eiga og hafa reynt allt. KIND.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.